Fréttir

Eru fólk með lokað á þjónustu frá borginni eða fyrirtækjum hennar vegna vanskila?

By Ritstjórn

April 02, 2020

Sanna Magdalena Mörtudóttir:

Fyrirspurn um fjölda borgarbúa sem eru með lokað fyrir þjónustu vegna vanskila, lögð fram rétt í þessu á borgarráðsfundi:

Eru einhverjir núna með lokað á þjónustu frá Reykjavíkurborg eða fyrirtækja í eigu hennar vegna vanskila? Ef svo er hversu margir borgarbúar eru það og/eða heimili í Reykjavík? Hér er t.d. verið að tala um þjónustu frá Veitum sem koma rafmagni og hita til viðskiptavina en ef reikningar hafa ekki verið greiddir í ákveðið langan tíma getur verið lokað á hita og rafmagn. Það er mikilvægt að ganga úr skugga um að enginn í borginni sé án nauðsynlegrar þjónustu og sérstaklega á tímum sem þessum. Fulltrúi sósíalista er meðvituð um verklagsreglur borgarinnar sem miða að því að tyggja að börn verði ekki af nauðsynlegri grunnþjónustu á skóla- og frístundasviði vegna erfiðrar fjárhagsstöðu eða skuldavanda foreldra en eru einhver börn sem geta ekki fengið samþykkta þjónustu vegna skuldavanda foreldra sem á eftir að greiða úr? Hér er þetta nefnt sem dæmi. Fulltrúi sósíalista vill undirstrika mikilvægi þess að enginn verði án mikilvægrar grunnþjónustu vegna vanskila sem hafa komið til áður en Covid-19 faraldurinn skall á.