Hún er ekki listamaður eins og hinir í fréttinni heldur eiginkona Gunnars Smára Egilssonar.
Gunnar Smári skrifar: Ríkisútvarpið tekur þátt í berufsverbot-úrskurði hins viðbrennda Sjálfstæðisflokks, sem vill djöflast svo á mér og mínum að fólk hræðist að ráða okur til vinnu eða kaupa af okkur þjónustu eða verk. Hér eru taldir upp listamenn sem Seðlabankinn hefur keypt verk af og allir fá að standa á eigin vegum; nema Alda Lóa Leifsdóttir. Hún er ekki listamaður eins og hinir í fréttinni heldur eiginkona Gunnars Smára Egilssonar. Nú munu Hannes, Björn, Hallur og aðrir almannatenglar hins viðbrennda Sjálfstæðisflokks rísa upp og krefjast þess að verkinu verði skilað og Seðlabankastjóri segi af sér.
En svo má vera að þessi framsetning lýsi bara viðhorfum Ríkisútvarpsins og Jóns Hákonar Halldórssonar til kvenna, að telja að þær beri að kenna sig við eiginmenn sína, þær sem eru eign einhverra manna. Og í því deilir Jón og Ríkisútvarpið reyndar skoðunum með hinum viðbrennda Sjálfstæðisflokki og almannatengslum hans. Það var engin kona í Eimreiðarhópnum og þótt Valhöll skreyti sig með konum, þá hlusta karlarnir ekki á þær; taka ákvarðanir í lokuðum herbergjum án þeirra.
Fyrirsögn fréttarinnar er Miðjunnar.