- Advertisement -

Eru alþingismenn aular?

Vilhjálmur Bjarnason og Guðmundur Franklín Jónsson.

„Jafn­framt er verið að gefa í skyn að alþing­is­menn séu aul­ar,“ skrifar varaþingmaðurinn Vilhjálmur Bjarnason í nýrri Moggagrein. „Kann að vera að ein­hverj­ir séu það en alls ekki í sama mæli og for­setafram­bjóðend­ur, sem tjá sig um skap­andi stjórn­skip­un­ar­rétt.“

Vilhjálmur gerir alltof mikið úr orðum Gúnda, Guðmundar Franklín Jónssonar, sem beið afhroð í forsetakosningunum um liðna helgi.

„Langa­vit­leysa síðasta árs á Alþingi fjallaði um orku­mál,“ skrifar Vilhjálmur. „Umræða um orku­mál fór langt um­fram það sem nokk­ur maður skyldi. Ein­föld atriði, eins og það að Orku­stofn­un voru færðar vald­heim­ild­ir til neyt­enda­vernd­ar, urðu að föðurlandssvikum og að „kröfu um að Lands­virkj­un“ yrði seld, og að hugs­an­leg­ur kaup­andi yrði fjár­málaráðherra eða skyld­menni hans,“ bendir hann á.

Enn að Gúnda og orðum hans: „Svör ein­stakra fram­bjóðenda verða helst túlkuð á þann veg að í land­inu eigi að verða tvær rík­is­stjórn­ir, önn­ur fjöl­skipuð í skjóli ein­hvers meiri­hluta 63 kjör­inna þing­manna, og hin sem skipuð er ein­um for­seta sem kann að sitja með vald 63 alþing­is­manna á einni hendi. Það þarf ekki einu sinn at­beina for­seta til að mynda rík­is­stjórn. For­ystu­menn stjórn­mála­flokka geta leyst vanda­mál stjórn­ar­mynd­un­ar sín á milli, að teknu til­liti til þing­ræðis­reglu. Og til­kynnt for­seta niður­stöðu sína.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: