- Advertisement -

Erlendum stöðvum lokað vegna HM

Neytendur „Neytendasamtökunum hafa borist margar fyrirspurnir um að dagskrá almennra sjónvarpsstöðva, t.a.m. á fjölvarpinu, hafi verið lokað vegna íþróttarviðburða.“ Þetta segir á heimasíðu Neytendasamtakanna.

Neytendasamtökin segjast hafa leitað skýringa. Og niðurstaðan er sú, „…eru í fyrsta lagi að í skilmálum 365 komi fram í 8. gr. að „365 áskilur sér allan rétt til að breyta fyrirvaralaust auglýstri dagskrá miðla sinna og fjölda þeirra rása sem dagskráin er send út hverju sinni og einnig allan rétt til að breyta fyrirvaralaust samsetningum og fjölda stöðva í hverjum áskriftarpakka..“. Að vísu er það ekki í öllum tilvikum svo að 365 sé dreifingaraðili að þeim stöðvum sem lokað er og því ekki endilega á þeirra vegum sem dagskrá er breytt/lokað. Vegna þessa ákvæðis þá er því hæpið að um samningsbrot sé að ræða af þeirra hálfu þar sem þessi áskilnaður kemur fram í skilmálum samningsins. Þó er gagnrýnivert hversu ríkan áskilnað 365 gerir til breytinga á dagskrá sinni með þessu ákvæði.“

Síðan er það þannig að þær sjónvarpsstöðvar sem sýna frá íþróttaviðburðum hafa ekki sýningarrétt á viðburðinum utan ákveðins svæðis. Í slíkum tilvikum eru það gjarnan stöðvarnar sjálfar erlendis sem loka fyrir útsendingar sínar út fyrir landsteina sína eða óska eftir að önnur lönd loki á þær. Nú höfum við ekki séð hvernig samningur er um sýningarrétt á HM í fótbolta, en það er mjög líklegt að stöðvar eins og DK1 og aðrar stöðvar hafi einungis heimild til að sýna frá viðburðinum í því ákveðna landi. Hér á Íslandi er til að mynda ekki unnt að skoða beina útsendingu frá HM í fótbolta á Ruv.is nema viðkomandi sé staddur á Íslandi. Einstaklingur sem er þá staddur erlendis getur ekki séð frá íþróttaviðburðinum þar sem RÚV hefur væntanlega ekki heimild til að sýna frá leiknum utan Íslands.

Í þriðja lagi kemur til skoðunar hvort það væri ekki brot gagnvart þeim sem hefur einkarétt til sýningar á viðkomandi efni hér á landi að önnur sjónvarpsstöð væri að sýndi atburði sem fyrrnefndi aðilinn hefði einkarétt á að sýna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ofangreint eru helstu rökin sem Neytendasamtökin hafa fengið við fyrirspurnum sínum. Þetta er mál sem samtökin skoða reglulega, en því miður hafa samtökin ekki fundið neitt ólögmætt við þessa tilhögun þó svo að óánægja neytenda sé vel skiljanleg,“ segir á vef Neytendasamtakanna.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: