Gunnar Smári skrifar:
Ríkisstjórnin toppar heimskulega efnahagsstefnu sína, sem hingað til hefur snúist um að auka auð hinna auðugu; ýta undir bólu á húsnæðis- og hlutabréfamarkaði. Löngun stjórnarinnar til að gefa auðugu fólki peninga úr almannasjóðum dró hana til þess að gefa erlendum brasksjóðum stóran afslátt á hlutabréfum í Íslandsbanka í nafni erlendrar fjárfestingar (eða guð má vita hvaða rökum var beitt). Erlendu sjóðirnir eru nú í óða önn að innleysa gjöfina frá ríkisstjórn Katrínar, ætli þeir séu ekki að selja Ólafi Ólafssyni í Samskip og öðrum slíkum bréfin með um 4-5 milljarða hagnaði?Hvað gekk ráðherrunum til? Hvers vegna var mikilvægt akkúrat núna að styrkja útlenda brasksjóði um milljarða? Mátti ekki frekar nota féð til að laga heilbrigðiskerfið?