Fréttir

Erlendir þjóðhöfðingar missi verndina

By Miðjan

February 20, 2018

Fyrir Alþingi liggur lagafrumvarp þar sem gert er ráð fyrir, verði það samþykkt, að móðga megi erlenda þjóðhföðingja án refsingar hins opinbera.

„Lagaákvæðum sem standa eiga vörð um sóma erlendra þjóðhöfðingja hefur sjaldan verið beitt hér á landi og enn sjaldnar fallið dómar á grunni þeirra. Þau fáu tilvik hafa þó síst verið landi og þjóð til sóma. Þannig hlaut rithöfundurinn Þórbergur Þórðarson dóm fyrir að kalla Adolf Hitler blóðhund og skáldið Steinn Steinarr fyrir að smána hakakrossfána þýska nasistaflokksins. Óhætt er að segja að sagan hafi farið mjúkum höndum um þau afbrot,“ segir meðal annars í greinagerðinni.

Það er Sreinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður VG, sem flytur frumvarpið ásamt þremur öðrum þingmönnum flokksins.