Erlend fyrirtæki og íslenskur sjávarútgvegur
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifaði eftirfarandi:
„Hvaða fyrirtæki eru það? Nefndu mér dæmi um þau fyrirtæki!“ Um það bil þannig hljómuðu viðbrögð Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS þegar Egill Helgason undraðist víðtæk erlend fyrirtækjanet íslenskra útgerðarfyrirtækja í Silfrinu áðan.
Það vill svo til að ég hef einmitt gert það. Ég gerði það í ræðu
um veiðigjaldafrumvarp ríkistjórnarinnar í fyrra og vísaði í umfjöllun RVK
Media um aflandseignir fólks í sjávarútvegi. Þá nefndi ég einmitt mörg dæmi og
ég held það hafi svei mér þá tekið nokkrar mínútur að lesa þau upp. Hér er
listinn afritaður en auðvitað er sjón sögu ríkari.
.
„Svo ég nefni dæmi, máli mínu til stuðnings herra forseti þá var eftirfarandi
aðila í íslenskum sjávarútvegi að finna í umfjöllun Reykjavík Media:
● Árni Stefán Björnsson, fjárfestir og eigandi smábátaútgerðarinnar Rakkanes ehf. Tengist Ocean Wealth Capital og Arctic Circle Invest á Tortólu
● Berglind Björk Jónsdóttir, eigandi Sjólaskipa. Tengist Stenton Consulting á Tortólu
● Björgvin Kjartansson, eigandi fiskverkunar- og útflutningsfyrirtækisins Hamrafells í Hafnarfirði. Tengist World Wide Seafoods and Trading Consulting á Tortólu
● Ellert Vigfússon, eigandi og framkvæmdastjóri hjá fiskútflutningsfryrirtækinu Icelandic Group og Sjóvík. Tengist Elite Seafood Panama Corp í Panama, Sorell Holding Promotion, Norys Capital og Becot Holding á Tortólu.
● Goodthaab í Nöf ehf, fiskútflutningsfyrirtæki í Vestmannaeyjum. Hluthafi í Arctic Circle Invest á Tortólu í gegnum félagið Nafarfoss ehf.
● Guðmundur Jónsson, eigandi Sjólaskipa. Tengist Champo Consulting Limited á Tortólu
● Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, fjárfestir og stjórnarformaður Ísfélagsins í Vestmannaeyjum. Tengist Tantami Venture og Tetris Estate á Tortólu
● Gunnlaugur Konráðsson, hrefnuveiðimaður. Tengist Maser Shipping og Arctic Circle Invest á Tortólu
● Jakob Valgeir Flosason, útgerðarmaður hjá Jakobi Valgeiri í Bolungarvík. Tengist Aragon Partners í Panama.
● Jón Guðmundsson, eigandi Sjólaskipa. Tengist Sarin Systems Ltd. á Tortólu
● Kristján Vilhelmsson, hluthafi og útgerðarstjóri Samherja. Tengist Hornblow Continental Corp á Tortólu.
● Laufey Sigurþórsdóttir, eigandi fiskverskunar- og útflutningsfyrirtækisins Hamrafells í Hafnarfirði. Tengist World Wide Seafood and Trading Consulting a Tortólu
● Marinella R. Haraldsdóttir, eigandi Sjólaskipa. Tengist Sarin Systems á Tortóla
● Ragnheiður Jóna Jónsdóttir, eigandi Sjólaskipa. Tengist Aurora Contintenal Limited á Tortóla
● Sigurður Gísli Björnsson, eigandi fiskútflutningsfyrirtækisins Sæmarks. Tengist Freezing Point Corp í Panama.
● Theódór Guðbergsson, fiskverkandi og skipasali í Garði á Reykjanesi. Tengist Huskon International í Panama og Arctic Circle Invest á Tortólu.
● Valborg María Stefánsdóttir, eiginkona Gunnlaugs Kristinssonar. Tengist Maser Shipping á Tortólu.
● Þorsteinn Vilhelmsson, fjárfestir og einn stofnandi Samherja. Átti viðskipti við Cliffs Investments á Tortólu.
● Örn Erlingsson, eigandi útgerðarfyrirtækjanna Unga ehf. og Sólbakka. Eigandi Arctic Circle Corp í Panama.
Sjávarútvegurinn hefur undanfarin ár dælt út arði í tugmilljarða tali. Þessir fjármunir fara beint í vasa eigendanna, og stundum í aflandsvasa þar sem peningarnir eru í skjóli fyrir íslenskum yfirvöldum. Þetta eru verðmætin sem við eigum að fá af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Þetta er nú öll auðlindarentan.“