- Advertisement -

Erlend fyrirtæki og íslenskur sjávarútgvegur

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifaði eftirfarandi:

„Hvaða fyrirtæki eru það? Nefndu mér dæmi um þau fyrirtæki!“ Um það bil þannig hljómuðu viðbrögð Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS þegar Egill Helgason undraðist víðtæk erlend fyrirtækjanet íslenskra útgerðarfyrirtækja í Silfrinu áðan.

Það vill svo til að ég hef einmitt gert það. Ég gerði það í ræðu um veiðigjaldafrumvarp ríkistjórnarinnar í fyrra og vísaði í umfjöllun RVK Media um aflandseignir fólks í sjávarútvegi. Þá nefndi ég einmitt mörg dæmi og ég held það hafi svei mér þá tekið nokkrar mínútur að lesa þau upp. Hér er listinn afritaður en auðvitað er sjón sögu ríkari.
.
„Svo ég nefni dæmi, máli mínu til stuðnings herra forseti þá var eftirfarandi aðila í íslenskum sjávarútvegi að finna í umfjöllun Reykjavík Media:

● Árni Stefán Björnsson, fjárfestir og eigandi smábátaútgerðarinnar Rakkanes ehf. Tengist Ocean Wealth Capital og Arctic Circle Invest á Tortólu

Þú gætir haft áhuga á þessum

● Berglind Björk Jónsdóttir, eigandi Sjólaskipa. Tengist Stenton Consulting á Tortólu

● Björgvin Kjartansson, eigandi fiskverkunar- og útflutningsfyrirtækisins Hamrafells í Hafnarfirði. Tengist World Wide Seafoods and Trading Consulting á Tortólu

● Ellert Vigfússon, eigandi og framkvæmdastjóri hjá fiskútflutningsfryrirtækinu Icelandic Group og Sjóvík. Tengist Elite Seafood Panama Corp í Panama, Sorell Holding Promotion, Norys Capital og Becot Holding á Tortólu.

● Goodthaab í Nöf ehf, fiskútflutningsfyrirtæki í Vestmannaeyjum. Hluthafi í Arctic Circle Invest á Tortólu í gegnum félagið Nafarfoss ehf.

● Guðmundur Jónsson, eigandi Sjólaskipa. Tengist Champo Consulting Limited á Tortólu

● Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, fjárfestir og stjórnarformaður Ísfélagsins í Vestmannaeyjum. Tengist Tantami Venture og Tetris Estate á Tortólu

● Gunnlaugur Konráðsson, hrefnuveiðimaður. Tengist Maser Shipping og Arctic Circle Invest á Tortólu

● Jakob Valgeir Flosason, útgerðarmaður hjá Jakobi Valgeiri í Bolungarvík. Tengist Aragon Partners í Panama.

● Jón Guðmundsson, eigandi Sjólaskipa. Tengist Sarin Systems Ltd. á Tortólu

● Kristján Vilhelmsson, hluthafi og útgerðarstjóri Samherja. Tengist Hornblow Continental Corp á Tortólu.

● Laufey Sigurþórsdóttir, eigandi fiskverskunar- og útflutningsfyrirtækisins Hamrafells í Hafnarfirði. Tengist World Wide Seafood and Trading Consulting a Tortólu

● Marinella R. Haraldsdóttir, eigandi Sjólaskipa. Tengist Sarin Systems á Tortóla

● Ragnheiður Jóna Jónsdóttir, eigandi Sjólaskipa. Tengist Aurora Contintenal Limited á Tortóla

● Sigurður Gísli Björnsson, eigandi fiskútflutningsfyrirtækisins Sæmarks. Tengist Freezing Point Corp í Panama.

● Theódór Guðbergsson, fiskverkandi og skipasali í Garði á Reykjanesi. Tengist Huskon International í Panama og Arctic Circle Invest á Tortólu.

● Valborg María Stefánsdóttir, eiginkona Gunnlaugs Kristinssonar. Tengist Maser Shipping á Tortólu.

● Þorsteinn Vilhelmsson, fjárfestir og einn stofnandi Samherja. Átti viðskipti við Cliffs Investments á Tortólu.

● Örn Erlingsson, eigandi útgerðarfyrirtækjanna Unga ehf. og Sólbakka. Eigandi Arctic Circle Corp í Panama.

Sjávarútvegurinn hefur undanfarin ár dælt út arði í tugmilljarða tali. Þessir fjármunir fara beint í vasa eigendanna, og stundum í aflandsvasa þar sem peningarnir eru í skjóli fyrir íslenskum yfirvöldum. Þetta eru verðmætin sem við eigum að fá af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Þetta er nú öll auðlindarentan.“

Þórhildur Sunna um veiðigjöld

Þórhildur Sunna á Alþingi í dag um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar: „Núverandi ríkisstjórn beið raunar þar til sveitarstjórnarkosningar voru afstaðnar áður en hún kynnti sérstakan gjafapakka fyrir útgerðarmenn, enda óþægilegt að birta slíkar áætlanir fyrir kosningar.“

Posted by Píratar on Þriðjudagur, 27. nóvember 2018

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: