Greinar

Erfið sambandsslit, hunsun munkana og dauðakippir Bjartrar framtíðar

Dauðakippir Bjartrar framtíðar er meðal þess sem bar á góma þessa vikuna.

By Árni Árnason

May 05, 2017

Það hlýtur að koma öllum á óvart að Jóhanna Sigurðardóttir fyrrum forsætisráðherra, leiðtogi jafnaðarmanna og baráttukona þeirra sem minna mega sín í íslensku samfélagi hafi farið huldu höfði er munkar báru að garði við bústað forsætisráðherra á Þingöllum. Það kemur ekki á óvart að frú Jóhanna hafi hunsað friðelskandi boðbera kærleiks. Hún ætti að fá verðlaun fyrir að vera sá forsætisráðherra sem minnst hafði áhuga á þjóð sinni. Alla vega þegar kemur að samskiptum og upplýsingaflæði. Hún forðaðist fjölmiðla eins og heitan eldinn og ef þeir náðu henni brást hún ílla við. Ástandið kom okkur ekkert við. Gagnsæið var ekkert. Hún var eins og úrill embættismaður, en ekki lýðræðislega kjörinn fulltrúi þjóðarinnar. Ég lenti í sambandsslitum í vikunni. Flestir hafa gengið í gegnum slíkt og vita hvernig tilfinningin er. Sérstaklega ef sambandið hefur staðið yfir í dágóðan tíma, en eins og með mörg sambönd þá verða þau að vana. Sérstaklega þegar annar aðilinn sýnir engan áhuga og fjarar á einhvern hátt út úr sambandinu og leggur ekkert að mörkum til að halda þessu gangandi. Já ég hefði getað staðið mig betur, en ég tók upp símann og sleit þessu símleiðis. En ég ákvað að þróast og nútímavæðast og horfa á afþreyingarefni á netinu. Já ég hef verið áskrifandi af Stöð 2 um árabil. Ég áttaði mig á því að þetta var af gömlum vana. Að borga um 11.000 krónur á mánuði til að horfa á Heimsókn með Sindra er aðeins of mikið. Sérstaklega þegar þessi elska fór í heimsókn heim til sín og sýndi nýja fallega eldhúsið sitt sem var til fyrirmyndar. Hann vakti mikla athygli á marmaranum sem er glæsilegur, en stuttu síðar var þáttur til starfsmanns fyrirtækis sem selur marmara. Ekki nóg með það fór Sindri með kauða til Ítalíu að skoða verksmiðjuna. En ég fyrirgaf Sindra mínum þetta, enda í uppáhaldi hjá mér. EN þegar ég áttaði mig á því að sömu Britan got talent eru endursýndir tvo daga í röð þá fékk ég loksins wake up call-ið, þetta er ekki boðlegt fyrir þessa fjárhæð. En eftir símtalið athugaði ég hvort ég hafi ekki örugglega verið að hringja í 365, þar sem ég þarf að bíða eftir símtali frá þeim þar sem farið er yfir uppsögnina mína. Ég var ekki viss hvort ég hafði óvart hringt í þjóðskrá og sagt upp ríkisborgararéttinum. Ég er samt mest hræddur um að ég sæki ekkert efni á netinu og horfi framvegis bara á Silfrið og Kiljuna, en þessir þættir slá í gegn hjá gamla manninum. Svona er lífið hjá miðaldra piparkallinum í Grafarvogi. Stundum er betra að hafa innistæðu þegar öskrað er úlfur úlfur. Katrín Jakobs. Formaður VG lét í sér heyra á þingi í vikunni þar sem hún gagnrýnir þá siðleysu að einkareknar heilbrígðisþjónustur greiði út arð. Katrín segir það ekki koma til greina að einkaaðilar hagnist á veikindum og að skattfé almennings sé nýtt með þessum hætti. EN hún gleymir því alveg að í stjórnartíð VG og Samfylkingarinnar var samþykkt og framkvæmd niðurgreiðsluar á tannlæknaþjónustu barna. Bíddu við, þá spyr ég, er hallarekstur á öllum tannlæknastofum í landinu? Er Katrín búin að gleyma að hver og einn einasti tannlæknir í landinu starfar á einkareknum tannlæknastofum? Með gjaldfrjálsri tannlæknaþjónustu færði vinstri stjórnin tannlæknum milljónir beint í vasann. Frábært, ég styð einkaframtak vinstri stjórnarinnar. Fjármagnið greitt til þeirra sem veita góða og örugga þjónustu, óháð hver græðir að lokum. Oft er gert góðlátlegt grín af okkur íslendingum og trú okkar á álfum og margir gantast með að þetta sé álíka vitlaust og að trúa á jólasveinana.

Í Argentínu er ungur maður sem ekki bara trúir á álfa, heldur vill vera álfur. Jú það er kannski margt vitlausara í heiminum en hinn 25 ára Luis Padron sem hefur frá unga aldri gengist undir ótal fegrunaraðgerðir, ef svo má að orði komast til að breytast í álf. Jú við stjórnum eigin líkama og fjármagninu okkar, og við þekkjum Ken og Barbí lostan og ekki má gleyma frúnni sem hefur látið breyta sér í kött nánast. Ég velti fyrir mér hvort lýtalæknar spyrji aldrei svona í huganum hvort viðskiptavinirnir sem koma með slíka áráttu eigi við geðræn vandamál að stríða? Getur verið að þegar Luis hefur náð takmarkinu með oddhvössum eyrum, nefi og höku og dettur kannski inn í tíma hjá sálfræðingi eða geðlækni að hann átti sig á því að álfur var kannski ekki málið eftir allt saman? Eitt veit ég, ef ég heyrði af unglingi út í bæ sem væri á leiðinni undir skurðarhnífinn til að breyta sér í Árna Árna þá myndi ég grípa inn í og keyra viðkomandi beint til geðlæknis – það er andlegs eðlis að vilja vera eitthvað annað en maður er. Björt framtíð er víst við dauðans dyr, sögðu fjölmiðlar í vikunni. Flokkurinn næði ekki þingsæti ef marka má skoðunarkannanir. Niðurstaðan er svo slæm að Samfylkingarmenn sumir hverjir flissuðu í vikunni. Óttar Proppé heilbrigðisráðherra þarf að „man up“ og vera harðari í málaflokknum og sýna kraft til að takast á við þennan viðamikla málaflokk. Þetta er erfitt ráðuneyti þar sem sama hve mikið fjármagn rennur í málaflokkinn og sama hvað er gert, skrattinn er ávallt málaður á vegginn. Það þarf bein í nef til að vera heilbrigðisráðherra, Óttar virðist vera með brjósk. Borgarstjórinn knái fagnar ársreikningum og þenur út brjóstkassann eins og dúfa í mökunarhugleiðingum. Bættur fjárhagur borgarinnar er ryk í augu kjósenda. Gengisþróun krónunnar og góð efnahagsleg skilyrði og ekki má gleyma bætt staða fyrirtækja borgarinnar og arðgreiðslur valda þeim breytingum sem við sjáum í bókhaldi borgarinnar en ekki hæfni meirihlutans. Skuldir borgarinnar hækka þrátt fyrir bætta rekstarafkomu. Önnur sveitarfélög eru búin að ná góðum tökum á skuldastöðunni á meðan stærsta öflugasta sveitarfélag landsins sekkur dýpra í skuldafenið.

Góða helgi, Árni Árnason.