Leiðarahöfundur Moggans er ekki bjartsýnn fyrir hönd Viðreisnar.
„Viðreisn hélt landsfund sinn um síðustu helgi. Flokkurinn stendur á nokkrum tímamótum. Bersýnilegt fámenni var á svo veigamiklum fundi flokksins. Óþarft er að tipla í kringum það, að Viðreisn var mynduð sem klofningsbrot úr Sjálfstæðisflokki og hverfðist um lítinn hóp þar, sem tekið hafði þá trú að enginn flokkur gæti lifað án annars tilgangs en þess að hanga aftan í Brussel og fá þaðan alla leiðsögn um næstu skref, og lifa framvegis á tilskipunum, sem fylgja ber, niður í óbreytanlegt smásmygli,“ segir í leiðaranum.
„Það sem nýlegast hefur gerst í þróun ESB er að næsti nágranni Íslands í suðri, sjálft Bretland, ákvað að segja sig úr því, eftir áratuga helsi. Landinu hefur farnast vel síðan þrátt fyrir að Brussel vinni gegn því! Áður en Bretar fóru úr ESB höfðu lönd í norðrinu haft stuðning af sálufélagi þar við Bretland og draga þau ekki dul á að þeim líður verr þar inni en áður.“
Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins eykur Viðreisn fylgi sitt lítið eitt milli kannanna. Fer úr 6,2 prósentum í 6,9. Fengi fjóra þingmenn kjörna. Tapaði einum frá kosningum.