Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skrifar um ástandið og Landspítalanum og veltir fyrir sér: „Getur verið að hér sé um heimatilbúinn vanda að ræða, sem skapast af því viðhorfi að allir þurfi að læknast á Landspítalanum?“
Hér eru skrif þingmannsins:
„Hvernig væri ástandið á Landsspítalanum ef:
– Við hefðum haldið fleirum öflugum fæðingardeildum út um landið? T.d. með því að ráða þangað fæðinga/kvensjúkdómalækna með ljósmæðrunum.
– Krabbameinssjúklingar gætu í auknum mæli fengið þjónustu á sínu heimasjúkrahúsi?
– bráðamóttökurnar í kragasjúkrahúsunum myndu vera fullmannaðar með sérhæfðu bráðaheilbrigðisstarfsfólki?
– það lausa pláss sem er á mörgum hjúkrunarheimilum yrðu nýtt undir hjúkrunarrými?
– aðrar aðgerðir en bráðaaðgerðir yrðu í auknum mæli framkvæmdar á Akureyri, Akranesi, Keflavík og ég tala nú ekki um á Klíníkinni? (Smithættan í liðskiptaaðgerðum er mest á LSH vegna blöndunar sjúklinga en minnst á Klíníkinni þar sem þar er ekki sami fjöldi sjúklinga og því minni smitleiðir og nýjasta tækni).
Maður er alltaf að heyra af fólki sem liggur dögum og vikum saman inn á LSH vegna sýkinga eftir liðskiptaaðgerð þar.
Getur verið að hér sé um heimatilbúinn vanda að ræða, sem skapast af því viðhorfi að allir þurfi að læknast á Landspítalanum?“