ALÞINGI Þingkona Framsóknar, Elsa Lára Arnardóttir, spyr Kristján Þór Júlíusson þriggja spurninga. Hún byrjar á að spyrja hvort unnið sé að heilbrigðisáætlun fyrir Ísland? Ef svo er, hvenær er áætlað að þeirri vinnu ljúki og hvaða aðilar koma að henni?
Verða eftirfarandi atriði höfð í huga við gerð heilbrigðisáætlunar þegar metið er hvaða þjónustu á að veita á heilbrigðisstofnunum: aldursamsetning íbúa, íbúaþróun, staðsetning heilbrigðisstofnana fyrir sameiningar, fjarlægð og samgöngur milli staða, kostnaður við akstur með sjúklinga, kostnaður íbúa við að sækja þjónustu og staðsetning sjúkrabíla?
Hvaða forsendur eru lagðar til grundvallar þegar þjónustuþörf er metin?
Þannig spyr Elsa Lára.