Maður dagsins er Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi varaformaður Viðreisnar. Flestum að óvörum fór Þorsteinn, þá framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í þingframboð fyrir Viðreisn. Ég hitti hann að máli þá og spurði hvers vegna þingframboð og hvers vegna Viðreisn?
Þorsteinn sagðist hafa hrifist af Alþýðuflokknum, þegar hann var undir stjórn Jóns Baldvin Hannibalssonar. Þorsteinn segist vera hægri krati. Var Viðreisn þá hægrikrataflokkur? Þetta var skúbb hjá Hringbraut.
Eftir að Þorsteinn settist á þing fyrir Viðreisn sagði hann: „Ég viðurkenndi það fúslega fyrir kosningar að ég teldist örugglega til hægri krata. Ég hef alltaf aðhyllst ábyrga ríkisfjármálastefnu um leið og öflugt velferðarkerfi.“
Staksteinar dagsins vitna í Moggafrétt þar sem þessi sami Þorsteinn er í viðtali. „Athyglisverðast er að hann er ósáttur við hvaða leið Viðreisn hefur valið. Hann segir Viðreisn hafa „fæst heldur mikið til vinstri og eiga orðið erfiðara með að aðgreina sig frá Samfylkingunni“.“