„Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið skjól fyrir sjálfstætt fólk, einyrkja, frumkvöðla og trillukarla. Ef skil verða á milli þeirra og flokksins, þá er spurning hvort einhver þörf sé fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Varla er ætlunin að flokkurinn verði flokkur bænda og embættismanna?“
Þannig skrifar Vilhjálmur Bjarnason í Moggann. Vilhjálmur segir réttilega að hann sé fyrrverandi þingmaður, og bætir við: „Og verður það aftur.“
Síðast ýtti Bjarni Benediktsson Vilhjálmi úr öruggu sæti sem hann vann til í prófkjöri. Bjartur í Sumarhúsum er Vilhjálmi ofarlega í huga.
„Bjartur hefur ævinlega talað fyrir Sjálfstætt fólk. Í uppgjöri hans við sjálfstæðið sagði Bjartur; „ég segi fyrir mig, maður fer á mis við lífið þángaðtil maður er orðinn sjálfstæður. Fólk sem er ekki sjálfstæðisfólk, það er ekki fólk. Maður sem er ekki sjálfra sinna, hann er eins og hundlaus maður.“
Sjálfstætt fólk og borgaraleg öfl verða að standa saman.“