Guðjón Jensson skrifaði:
Að frumkvæði sé komið í hendurnar á erlendum aðilum vekur grunsemdir um að ekki sé allt með felldu.
Árið 1993 hófst einkavæðing á þarfafyrirtækinu Jarðborunum sem var í eigu Reykjavíkurborar og Ríkissjóðs til helminga. Það var mjög vel rekið undir stjórn Bengts Einarssonar, mjög varkárs og reynds stjórnanda. Á rúmum áratug lagði eg sparnað minn í þetta fyrirtæki, keypti hlutabréf fyrir arðgreiðslur og áttum við fjölskylda mín nálægt 0.8% er það var yfirtekið af Atorku sem var undir stjórn Samherja. Í hruninu urðu hlutabréf þess einskis virði en Kaldbakur, dótturfyrirtæki Samherja var allt í einu orðinn lykilaðli Jarðborana. Dótturfyrirtækð Björgun sem hafði verið keypt um aldamótin varð einkafyrirtæki Þorsteins Vilhelmssonar sem var síðasti stjórnarformaður Atorku og tilkynnti öllum hluthöfum sem sóttu síðasta fundinn að fyrirtækið hefði verið afhent skuldheimtumönnum. Hverjir voru þeir kom aldrei í ljós. Leyndarhyggjan varð allsráðandi. Sparnaður minn og fjölskyldu minnar hvarf með einu pennastriki.
Já það er einkennilegt að vera Íslendingur þar sem til eru menn sem telja sig hafa meira gagn af verðmætum en þeir sem áttu lítinn hlut. Þannig er ekki neitt jákvætt viðhorf til þessa Samherjafyrirtækis sem virðist gleypa flest upp til agna. Hirðusemin er góð en á hún að vera á kostnað annarra?
Nú eru Jarðboranir í eigu erlends fyrirtækis sem hyggst nota fjárfestingu sína vel í boði þeirra Samherjamanna.
Greinin birtist fyrst á Facebooksíðu höfundar.