Margir segja að fólk geti sjálfu sér um kennt, það hafi kosið þessa ríkisstjórn yfir sig. Það er ekki rétt.
Katrín Baldursdóttir skrifar:
Er þetta samfélag sem við viljum? Svo fátækt fólk að það á ekki ofan í sig að éta. Ekki mat fyrir börnin. Hundruð í röð eftir matargjöfum. Almenningur er skynsamur og vill þetta ekki svona. Stjórnvöld hafa skapað þetta ástand. En reyna að klína því á Covid. Auðvitað er þetta ekki Covid að kenna, heldur hvernig ríkisstjórnin skiptir þjóðarkökunni. Það er ekkert tekið af þeim ríku. Þeir verða bara ríkari. Hrægammar sem græða svo á neyðinni. Þegar fólk mun til dæmis neyðast til að selja eignir vegna fátækar, þá verða ríku hrægammarnir tilbúnir til að kaupa á spottprís, eins og gerðist í hruninu. Og ekki á að hækka veiðigjöldin.
Margir segja að fólk geti sjálfu sér um kennt, það hafi kosið þessa ríkisstjórn yfir sig. Það er ekki rétt. Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn minnkaði heilmikið og þeir fengu 5 færri þingmenn í síðustu kosningum 2017. Viðreisn tapaði 3 þingmönnum. Úrslit kosninganna kallaði á ríkisstjórn frá miðju til vinstri, en Katrín Jakobsdóttir og Co sviku kjósendur sínar og skriðu upp í rúm hjá Sjálfstæðisflokknum. Fóru þannig á bak við sína kjósendur. Sviku gefin loforð. Fólk kaus alls ekki þessa ríkisstjórn. Almenningur var svikin.
Nú er það verkefni númer 1, 2 og 3, að koma ríkisstjórninni frá í næstu kosningum. Við viljum ekki svona samfélag sem raðar upp hundruð manna í röð eftir matargjöfum. Það er alveg er alveg á hreinu.