- Advertisement -

Er þetta laununum eða bótaupphæðunum að kenna?

„Fyrirtækjum í ferðaþjónustu gengur illa að fá fólk af atvinnuleysisskrá aftur til starfa. Fjöldi atvinnulausra hafnar vinnu, lætur ekki ná í sig og mætir ekki í viðtöl. Ég hafði samband við Samtök fyrirtækja í ferðaþjónustu sem segja frá reynslu sinni frá síðasta sumri þegar erfiðlega gekk að manna ferðaþjónustuna og að það sé að endurtaka sig. Vandinn er hins vegar miklu útbreiddari og alvarlegri en ferðaþjónustan átti von á,“ sagði Ásmundur Friðriksson á Alþingi.

„Ég vil telja upp nokkur alvarleg dæmi sem ég fékk upplýsingar um. Fyrirtæki sem starfar um allt land hringdi í 60 fyrrverandi starfsmenn sína og enginn þeirra vildi koma aftur til vinnu. Sumir Íslendingar eru erlendis og aðrir eru farnir til síns heima og vilja vera þar á atvinnuleysisbótum á Íslandi enda eru bætur þar hærri en laun. Fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu fékk ekki Íslendinga í vinnu því að þeir vildu ekki vinna um helgar. Fyrirtæki á landsbyggðinni fær ekki fólk í vinnu því að það vill taka sumarfríið fyrst á bótum. Fyrirtæki á landsbyggðinni sem eru í verulegum vanda við að fá fólk. Fyrirtæki á Norðvesturlandi, sem þyrfti að vera með 25–30 stöðugildi í gistingu- og veitingaþjónustu, nær t.d. bara að manna 12 stöður,“ bætti hann við.

„Þetta eru bara nokkur dæmi og ég hef heyrt fleiri sögur nær alls staðar að af landinu, hvar sem borið er niður, og er ekki í samræmi við það sem þingmenn hafa sagt í ræðum í þessum sal um að vilji til vinnu sigri alltaf líf á bótum. Samkvæmt mínum heimildum hefur Vinnumálastofnun tekið 350 manns út af bótaskrá vegna svona mála síðustu daga. Það veldur fyrirtækjum tjóni að þurfa að þjálfa upp nýtt starfsfólk og þá nýtast ekki úrræðin sem boðið er upp á. Fyrirtækin fá ekki ráðningarstyrki með nýju fólki sem ekki er ráðið af atvinnuleysisskrá. Niðurstaðan er að ef sama ástand heldur áfram hamlar það viðspyrnu greinarinnar verulega með tilheyrandi auknum og óþörfum kostnaði ríkisins við atvinnuleysistryggingakerfið auk þess sem verðmætasköpun fer hægar af stað,“ sagði Ásmundur og endaði síðan út með þessari spurningu.

„Er þetta ástand laununum eða bótaupphæðunum um að kenna?“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: