- Advertisement -

Er það vegna þess að karlar eru betri?

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Auðvitað er það fínt markmið að lífeyrissjóðir ýti undir að valdakarlar deili völdum með valdakonum, en ef lífeyrissjóðir ætla að beita sér til að auka jafnrétti ættu þeir náttúrlega að berjast fyrir jöfnum eftirlaunum, að þau taki ekki mið af atvinnutekjum og framlengi þar með tekjumun fram í andlátið, ekki bara milli karla og kvenna heldur fyrst og fremst milli stétta. Og það vill svo til að konur er fjölmennastar í lægst launuðu stéttunum. Eftirlaun taka ekkert mið af vinnuframlagi fólks á heimilum, við uppeldi barna eða umönnun ættingja.

Meiri atvinnuþátttaka karla og almennt hærri laun, ekki bara fyrir sömu vinnu heldur líka hlutfallslega fleiri karlar í efri lögum launastiganna, veldur því að lífeyrisréttindi karla eru almennt betri en kvenna. Er það vegna þess að karlar eru betri? Krafa valdakvenna um að fá fleiri stjórnarsæti eða stjórnunarstöður er ágæt, en hún er svo langt í frá mikilvægasta leiðrétting á stöðu kynjanna. Eins og í öllu öðru, er ekki gáfulegt að ætla að leiðrétta stöðu kvenna frá toppi og niður. Það er miklu betra að byrja niðri og fikra sig upp, byrja á þeim konum sem mest líða vegna lakari stöðu kvenna; t.d. þeim konum sem lepja dauðann úr skel eftir að hafa sinnt börnum og fjölskyldu alla sína æfi en ekki fengið það metið til neins þegar þær komast á eftirlaunaaldur. Það væri verðugt verkefni fyrir stjórnir lífeyrissjóða að berjast fyrir þessar konur, t.d. með því að þær fái lífeyrisréttindi fyrir vinnu sína á heimilunum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: