- Advertisement -

Er það ekki klikkað að talsmenn atvinnurekenda opinberi í sífellu andúð sína á vinnuaflinu?

Hvernig getur nokkur manneskja horft á þessar hörmungar og upplifað eitthvað annað en sorg yfir því að neyðin sé svona mikil?

Sólvegi Anna Jónsdóttir skrifar:

Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins vill að við á Íslandi horfum til Bandaríkjanna og lærum af þeim þegar kemur að því að takast á við Covid-kreppuna. Það er, hvað skal segja, sjúklega áhugavert, svo ég taki kurteislega til orða. Hvað blasir við ef að við horfum yfir hafið og skoðum ástandið í Bandaríkjunum, Flaggskipi kapítalismans?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Til dæmis þetta: Sennilegt er að 50 milljónir muni þurfa að leita á náðir hjálparsamtaka til að fá mataraðstoð í lok árs. Stórkostleg aukning er á þeim sem þurfa aðstoð til að gera nært sig og fjölskyldur sínar; talið er að hún sé um 60%. Þau sem áður gáfu mat þurfa nú að þiggja matargjafir. New York borg hyggst opna 400 stöðvar þar sem atvinnulausir og allslausir íbúar borgarinnar gera nálgast mat. 40% þeirra sem nú þurfa matar-aðstoð hafa ekki þurft hana áður. Um allt alríkið eru gríðarstórir hópar fólks sem bíða í löngum röðum, klukkutímum saman til að fá mat til að borða. Fyrir utan einn matarbanka svokallaðan í Los Angeles mynduðu 1000 manneskjur biðröð. 4 af hverjum tíu íbúum í Bandaríkjunum segjast hafa upplifað „mataróöryggi“ í fyrsta skipti í Covid-faraldrinum. Búist er við gríðarlegri aukningu í matarúthlutunum á fyrsta mánuði nýja ársins.

Hvernig getur nokkur manneskja horft á þessar hörmungar og upplifað eitthvað annað en sorg yfir því að neyðin sé svona mikil? Hvernig er hægt að heyra af þessu og hugsa með sér að þetta sé ekkert nema eðlilegt, að svona sé þetta þegar „áhrif kórónuveirukreppunnar endurspeglast betur í rauntíma…“. Er það ekki til marks um stórkostlega undarlega sýn á veröldina að sýta að ekki sé hægt að innleiða Covid-hörmungar með rösklegri hætti svo að þær nái til fleiri hér á landi? Er það ekki innilega furðulegt að vilja að ekki bara upplifi þau sem störfuðu í ferðamanna-geiranum höggið, heldur sé mikilvægt að fleiri úr hópi vinnandi fólks geri það? Er það ekki klikkað að talsmenn atvinnurekenda opinberi í sífellu andúð sína á vinnuaflinu?

Það er eitthvað verulega mikið að hjá forystu Samtaka atvinnulífsins. Þau trúa á samfélagsgerð sem allt fólk með augu í hausnum er löngu búið að sjá að er ekkert annað en stórkostleg ógæfa fyrir mannfólk. Þau vilja ekki að atvinnuleysisbætur séu hækkaðar. Þeim finnst sjálfsagt og eðlilegt að fólk þurfi að standa í biðröðum eftir matar-úthlutunum. Ekki aðeins sjálfsagt, heldur eftirsóknarvert. Á sama tíma og þau búa til áróðurs-myndbönd með sjálfum sér að tala fjálglega um „velferð“ er draumasamfélagið þeirra byggt á óvelferð og miskunnarleysi. Og samt fá þau endalaust pláss í fjölmiðlum til að básúna þessar mannfjandsamlegu jaðar-skoðanir sínar. En kannski er það allt í lagi? Þeim mun meira sem þau segja, þeim mun fleiri hljóta að fyllast ógeði.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: