Sveinseyrarpóstur Sigurðar G. Tómassonar:
Sum okkar muna að valdamiklir sveitamenn sögðu að Bernhöftstorfan væri bara danskar fúaspýtur. Á seinni árum finnst mér alltof mikið vera lagt upp úr hagsmunum peningamanna. Stundum af skammsýni.
Um allt land keppast peningamenn við að byggja og reka smávirkjanir og telja þær mala gull, þótt stórfé sé kostað til. En einhver möppudýr í Orkuveitu Reykjavíkur komust að þeirri niðurstöðu fyrir nokkrum árum, að ekki borgaði sig að framleiða rafmagn, 2,8 MW, í Elliðaárstöðinni, þótt hún væri í fullkomnu lagi og hefði verið afskrifuð fyrir mannsöldrum. Er svona mikið til af peningum hjá Orkuveitunni?
Hroki, sjálfbirgingsháttur, hvatvísi og vanþekking eru ekki heppileg leiðarljós í opinberri stjórnsýslu.