Stjórnmál

Er Svandís utan þjónustusvæðis?

By Miðjan

August 18, 2020

„Við vit­um ekki hve lengi kór­ónu­veir­an verður áhrifa­vald­ur í sam­fé­lag­inu og verðum að búa okk­ur und­ir að lifa með henni til lengri tíma. Til þess að okk­ur tak­ist það sem best er mik­il­vægt að stjórn­völd hafi sem gleggsta mynd af áhrif­um þeirra sóttvarnaráðstafana á líf al­menn­ings sem hingað til hef­ur verið beitt,“ skrifar Svandís Svavarsdóttir í glænýrri Moggagrein.

Það er sem heilbrigðisráðherrann lifi í öðru samfélagi. Sáttin um baráttuna við Covid var rofin af samráðherra Svandísar. Ysta hægrið er að springa í vörnum fyrir Þórdísi Kolbrúnu og hópast fram til að segja aðgerðirnar alltof harðar. En Svandís veit ekki af því:

„Hingað til höf­um við á Íslandi borið gæfu til þess að taka ákv­arðanir sem eru til­tölu­lega lítið íþyngj­andi fyr­ir sam­fé­lagið, en aðgerðirn­ar hafa óhjá­kvæmi­lega haft áhrif á líf og at­vinnu nán­ast allra lands­manna,“ skrifar Svandís. Hún setur enga fyrirvara. Ekki einu sinni um vinkonusamkomur.

Annað hvort skilaði Svandís inn gamalli grein eða hið ótrúlega sé að gerast. Að gjá sé að myndast milli systurflokkanna Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks.