Mistök og yfirsjónir stjórnvalds réttlæta ekki að félög og almenningur gangi á lagið með lögbrotum (notfæri sér glufuna). Félögum og almenningi er skylt að láta vita af slíku.
haukur Arnþórsson.
Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur skrifaði:
Hver er munurinn á annars vegar vanrækslu og hins vegar auðgunarbroti þegar kemur að „umsókn“ og „móttöku“ opinberra styrkja? Skiptir máli hvort um vísvitandi lögbrot sé að ræða – að móttakandinn gerði sér allan tímann grein fyrir að hann var að brjóta lög – og skiptir máli hvort um endurteknar umsóknir og móttöku fjár er að ræða (vanræksla getur væntanlega bara átt við í upphafi) – er þá verið að notfæra sér glufu í kerfinu til að herja út ríkisfé? Skiptir máli hvað upphæðirnar eru háar – er alvarlegra að taka ólöglega á móti hundruðum milljóna en tugum milljóna eða bara hundruðum þúsunda?
Eða getum við sagt að almenningur – að ég tali nú ekki um alþingismenn sem setja lögin – eigi að láta stjórnvaldið vita ef það sér opna glufu til lögbrota gegn ríkinu? Átti Inga Sæland að upplýsa að fé væri í miklu magni ólöglega greitt út?
Þá er ég ekki farinn að tala um „ráðstöfun“ fjárins.
Þessar hugleiðingar beina athyglinni að hugtökum eins og „lögreglumál“ og „lögreglurannsókn“ – en það fer auðvitað eftir því hvenær við teljum að vanræksla verði að auðgunarbroti.
Þá er ég ekki farinn að tala um „ráðstöfun“ fjárins. Um hana hafa aðrir fjallað og talað um horfið fé og fé sem notað var til annars en Alþingi ætlaðist til. Um ráðstöfunina veit ég ekkert – en aftur veltir maður fyrir sér lögreglurannsókn.
Mistök stjórnsýslunnar eru svo annað mál og ekki til umræðu í þessari stöðufærslu. Hins vegar verða vinir mínir að hætta að halda því fram að þau réttlæti lögbrot. Mistök og yfirsjónir stjórnvalds réttlæta ekki að félög og almenningur gangi á lagið með lögbrotum (notfæri sér glufuna). Félögum og almenningi er skylt að láta vita af slíku.
Greinina birti Haukur á Facebooksíðu sinni.