- Advertisement -

Er Steingrímur færibandasjóri Alþingis?

Ágúst Ólafur Ágústsson.
„Ég man þá tíð þegar núverandi forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, kallaði þáverandi forseta Alþingis færibandastjóra.“

Mikil ókyrrð varð meðal þingmana í dag vegna hversu seint þeir fá ekki að vita tímanlega hvaða mál eru á dagskrá hverju sinni.

„Það sem er kaldhæðnislegt við þetta er að núverandi forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, hefur ekki síst beitt sér fyrir því þegar hann sat hinum megin við borðið, þ.e. breyttu vinnulagi hvað þetta varðar,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson Samfylkingu.

Hann hélt áfram og sagði næst: „Ég man þá tíð þegar núverandi forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, kallaði þáverandi forseta Alþingis færibandastjóra. Ég ætla núverandi forseta ekki þann titil núna, en hann hlýtur að sjá að það gengur ekki að hrúga 18 stjórnarfrumvörpum á einn dag. Við höfum kallað eftir stjórnarfrumvörpum í allan vetur og það er hagsmunamál bæði stjórnarliða og stjórnarandstæðinga að fá málin fyrr svo við getum unnið þau betur. Nú eru einungis 14 þingfundadagar fram að hléi vegna kosninga og þess vegna gengur þetta vinnulag ekki lengur. Ég held að forseti þingsins verði að fara að líta á sig sem forseta þingsins en ekki forseta framkvæmdarvaldsins.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: