- Advertisement -

Er spilling í sjávarútvegi?

„Þær niður­stöður sem kynnt­ar verða upp úr stefnu­mót­un­ar­vinn­unni Auðlind­in okk­ar í ág­úst verða til þess falln­ar að skapa grunn til framtíðar.“

Svandís Svavarsdóttir.
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
„Gagn­sæi er ekki bara rétt­læt­is­mál, held­ur einnig afar mik­il­væg for­senda fram­fara.“

„Fyr­ir rúmu ári setti ég af stað vinnu um stefnu­mörk­un í sjáv­ar­út­vegi und­ir for­merkj­um Auðlind­ar­inn­ar okk­ar. Verk­efni þeirr­ar stefnu­mót­un­ar er í sam­ræmi við stjórn­arsátt­mála og snýst meðal ann­ars um það að auka ár­ang­ur og sam­fé­lags­lega sátt um grein­ina. Við þá vinnu var ákveðið í upp­hafi að viðhafa sem mest gagn­sæi, ver­káætl­un kynnt í sam­ráðsgátt, fund­ar­gerðir birt­ar og ná­kvæmt yf­ir­lit yfir all­ar at­huga­semd­ir sem bár­ust var birt í vor. Sem liður í þeirri stefnu­mót­un var einnig gerð skoðana­könn­un meðal al­menn­ings um af­stöðuna til grein­ar­inn­ar. Niðurstaðan var margþætt en ýmis atriði skáru sig úr. Sér­staka at­hygli vakti að mik­ill meiri­hluti al­menn­ings tel­ur ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg spillt­an, raun­ar taldi ein­ung­is einn af hverj­um sex lands­mönn­um sjáv­ar­út­veg vera heiðarleg­an,“ segir í Moggagrein Svandísar Svavarsdóttur.

„Sú staða er óá­sætt­an­leg fyr­ir stjórn­völd að ein mik­il­væg­asta at­vinnu­grein lands­ins sé tal­in spillt af stór­um hluta al­menn­ings en staðan er ekki síður al­var­leg fyr­ir grein­ina sjálfa. Íslensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur þarf á því að halda að njóta stuðnings frá al­menn­ingi og þar með sókn­ar­færa og góðrar stöðu til framtíðar.“

Gagn­sæi bæt­ir stjórn­un­ar­hætti

„Það er staðreynd að aukið gagn­sæi hef­ur já­kvæð áhrif á ýmsa þætti viðskipta­lífs,“ skrifar Svandís.

„Bæði eyk­ur það lík­ur á að fyr­ir­tæki sýni ábyrgð og dreg­ur úr lík­um á að farið sé á svig við regl­ur. Þá er aukið gagn­sæi lyk­il­atriði í því að bæta stjórn­un­ar­hætti þar sem að nálg­ast má upp­lýs­ing­ar um alla þá þætti er máli skipta. Aukið gagn­sæi dreg­ur úr lík­un­um á hags­muna­árekstr­um og þar með lík­legra að ákv­arðanir séu tekn­ar í þágu hlut­hafa og al­menn­ings. Sé dregið frá og loftað út þá má ætla að betri skil­yrði séu fyr­ir því að skapa traust milli sjáv­ar­út­vegs­ins og al­menn­ings. Bæði um þau sam­fé­lags­legu deilu­mál sem hef­ur verið tek­ist á um ára­tug­um sam­an en einnig til þess að gera grein­inni sem heild kleift að sýna for­ystu í umræðu um gagn­sæi og rétt­læti. Gagn­sæi er ekki bara rétt­læt­is­mál, held­ur einnig afar mik­il­væg for­senda fram­fara.“

Grunn­ur til að byggja á til framtíðar

„Þær niður­stöður sem kynnt­ar verða upp úr stefnu­mót­un­ar­vinn­unni Auðlind­in okk­ar í ág­úst verða til þess falln­ar að skapa grunn til framtíðar. Sá grunn­ur verður að vera traust­ur og vera til þess fall­inn að skapa skil­yrði fyr­ir sjáv­ar­út­veg til þess að byggja upp traust gagn­vart al­menn­ingi,“ segir í lokakafla greinarinnar.

„Rétt­læti og gagn­sæi eru leiðar­stef í allri þeirri vinnu. Þær auðlind­ir sem sjáv­ar­út­veg­ur­inn hef­ur heim­ild­ir til að nýta eru sam­eign ís­lensku þjóðar­inn­ar og því nauðsyn­legt að til­lög­urn­ar byggi á þeim grunni.“

Þetta er öll greinin með óbreyttum millifyrirsögnum en breyttri fyrirsögn.

Svandís leyfir sér að vera bjartsýn. Verði niðurstaðan gegn helstu hagsmunum stórútgerðanna er víst að framundan verða hörð átök um niðurstöðuna. Þar á bæ er fólk vant átökum. Hafa varið kvótakerfið af hörku. Þar hafa Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn leikið lykilhlutverkin.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: