- Advertisement -

Er skemmra til kosn­inga en við vit­um?

„Í fyrri viku stýrði Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, bráðabirgðaformaður Vinstri grænna, rík­is­stjórn­ar­fundi í fjar­veru Bjarna Benediktssonar.“

Davíð Oddsson.

Stjórnmál Mogginn er ekki par hrifinn af Vinstri grænum þessa dagana. Í Staksteinum dagsins segir:

„Vinstri græn­ir eru óró­leg­ir vegna fylg­is­hruns flokks­ins og um það skrafað að aðeins ótti þeirra við dauðadóm kjós­enda komi í veg fyr­ir stjórn­arslit.

Í fyrri viku stýrði Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, bráðabirgðaformaður Vinstri grænna, rík­is­stjórn­ar­fundi í fjar­veru Bjarna Benediktssonar, en að hon­um lokn­um skipaði hann for­sæt­is­ráðuneyt­inu að rann­saka af­skipti lög­reglu af mót­mæl­end­um við fund­inn, líkt og hann væri orðinn æðstráðandi til sjós og lands.“

…þingskör­ung­ur­inn Jó­dís Skúla­dótt­ir…

Fastar þarf ekki að orða þetta. Mogginn virðist öruggur um að VG þori í kosningar og því sé hægt að sparka í VG og lemja. Meira úr Staksteinum um Guðmund Inga Guðbrandsson:

„Á því hnykkti hann svo á fé­lags­miðlum og kvaðst hafa óskað rann­sókn­ar á vald­beit­ingu lög­reglu. Dag­inn eft­ir birti Sunna Val­gerðardótt­ir, starfsmaður Vinstri grænna, pist­il, þar sem hún af­skrifaði rík­is­stjórn­ar­sam­starfið og nefndi „lög­reglu­of­beldi“ sem einn helsta ásteyt­ing­ar­stein þess.

Dag­inn þar á eft­ir kvaddi þingskör­ung­ur­inn Jó­dís Skúla­dótt­ir sér hljóðs og kvað það vekja sér „ugg að lesa nær dag­lega um lög­reglu sem fer offari í aðgerðum sín­um og beit­ir valdi og hörku gegn al­menn­um borg­ur­um“.“

Þarna er Jódís dregin inn í umræðuna og nefnd þingskörungur. Þar ætlar ritstjórinn að freista þess að niðurlægja þingmanninn. En tekst eflaust ekki.

„Lög­regla má ekki vera yfir gagn­rýni haf­in, síst hvað varðar vald­beit­ingu, en það er fjar­stæðukennt að lög­reglu­of­beldi sé dag­legt brauð. Kannski það sé skemmra til kosn­inga en við vit­um, en á hvaða braut eru Vinstri græn­ir með því að spinna slík­an söguþráð gegn lög­regl­unni? “


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: