- Advertisement -

Er Sjálfstæðisflokkurinn spilltur flokkur?

Bryndís Haraldsdóttir
og Björn Leví.

„Hverjar eru helstu áskoranirnar sem þarf að mæta á næstunni til þess að efla traust á stjórnmálum? Ég svara alla vega því að augljósa fyrsta skrefið sé að halda Sjálfstæðisflokknum frá valdastólum því að þaðan koma nær öll þessi einstöku siðferðislegu álitamál,“ sagði Björn Leví Gunnarsson á Alþingi í dag.

Bryndís Haraldsdóttir brást við: „Ég held að það sé hægt að fagna því að við tölum hér um traust á stjórnmálum og stjórnsýslu. Það er mikilvæg umræða. En ég verð að viðurkenna það að mér þykir felast einfeldningsháttur í orðum háttvirts þingmanns, Björns Leví Gunnarssonar, sem talaði hér áðan á þeim nótum að lausnin á þessu öllu saman væri að halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Þetta er mantra sem heyrist gjarnan úr herbúðum Pírata. Ég velti fyrir mér: Hvaða skilaboð er verið að senda til þjóðarinnar með þessu? Sá flokkur sem hefur fengið flest atkvæði í kosningum til þings og í allmörgum sveitarstjórnum um landið og fólkið sem kýs þennan flokk, er það þá bara spillt?“

Björn Leví kallaði fram í: „Ekki leggja mér orð í munn.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Bryndís hélt áfram: Nei, ég er ekki að leggja þér orð í munn, háttvirtur þingmaður. En þessi mantra, að tala með þeim hætti að hér væri allt í fínu lagi ef Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki við völd, finnst mér vera að tala það inn í þjóðina að hér sé raunveruleg og erfið spilling. Við eigum að ráðast á það en við eigum að nálgast það á réttum forsendum, háttvirtur þingmaður.“

Björn Leví koma síðar í pontu og sagði: „Hér er málefnaleg gagnrýni en ekki upphrópun því að frá Sjálfstæðisflokknum koma nær öll siðferðisleg álitamál. Mér finnst það góð ástæða til þess að halda völdum frá þeim flokki. Þetta er augljós lausn á augljósum vanda, þetta er einföld baunatalning.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: