Er Sjálfstæðisflokkurinn að týna uppruna sínum og tilgangi?
„Á föstudag fékk ég símtal frá formanni hverfisfélags sjálfstæðismanna í Neðra Breiðholti sem sagði að nánast öll stjórnin væri gengin á dyr … já gengin á dyr.“
Þetta skrfiar Hallur Hallsson, flokksmaður í Sjálfstæðisflokki. Hann hefur áhyggjur af flokki sínum og vegferð hans. „Nú hefur Davíð Oddsson opnað augu okkar fyrir tríólógíu Engeyinga innan XD. Bjarni Ben að tjaldabaki en frændurnir Halldór Blöndal og Björn Bjarnason ganga fram af engeysku offorsi og vega mann og annan. Mér er hlýtt til þremenninganna, þekkt Halldór og Björn frá Mogganum í den,“ skrifar Hallur.
Og þetta: „Hefur DO rétt fyrir sér að XD hafi lagt gamla góða íslenska áttavitann upp á hillu fyrir engeyskan ættarvita? Tengdasonur Björns í glóbalfirmanu Vodafone bíður með milljarða í sæstreng og visir.is, stöð 2 og bylgjan dilla rófum. Ekki þarf að slá í klárinn í gerspilltu RUV á Efstaleiti,“ skrifar Hallur á Facebook og endar skrif sín svona:
„Það er með trega í hjarta að ég set þessi orð á blað. Erum við að horfa upp á Sjálfstæðisflokkinn … merkasta stjórnmálaafl þjóðarinnar … týna uppruna sínum og tilgangi?“