- Advertisement -

Er Sigurður Ingi að spauga?

Þorvaldur Jóhannsson.

Þorvaldur Jóhannsson, fyrrum bæjarstjóri á Seyðisfirði, skrifar grein í Moggann ósáttur með samgönguáætlun Sigurðar Inga Jóhannssonar.

Þorvaldur rifjar upp að meiri­hluti um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar Alþing­is, það er árið 2016, hafi talið svig­rúm til að hefja vinnu við Fjarðar­heiðargöng sam­hliða gerð Dýra­fjarðarganga. „Því miður hef­ur það ekki gengið eft­ir,“ skrifar hann og minnir á gefin fyrirheit um gerð gangna undir Fjarðarheiði.

„Já, sæll, ert’ ekki að grín­ast, Sig­urður Ingi? Það er því mikið reiðarslag og „hreint rot­högg“ nú þegar Fjarðar­heiðargöng eru loks­ins innskrifuð og kom­in á dag­skrá sem næst í röðinni, að þá legg­ur sam­gönguráðherra fram sam­göngu­áætlun sem ger­ir ráð fyr­ir að allri jarðganga­gerð á Íslandi verði frestað í 10-15 ár. Hann hef­ur látið hafa eft­ir sér að hann hafi skiln­ing á gagn­rýni Seyðfirðinga og seg­ir: „Göng und­ir Fjarðar­heiðina eru kom­in tíma­sett í röðina og fá­ist aukið fé í sam­göngu­mál­in á næstu árum þá get­ur það opnað mögu­leika á að flýta þeirri fram­kvæmd“ (mbl. 25.10. sl).“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: