- Advertisement -

Er Sigmundur Davíð Pírati, eða öfugt?

Gunnar Smári skrifar:

„Þetta er alveg í takt við róttæka skynsemishyggju Sigmundar, sem er bara það sem honum finnst þann daginn. Þetta mætti kalla upphafningu tækifærismennskunnar.“

Ég sé ekki betur en Píratar séu komnir á svipaðar slóðir og Sigmundur Davíð með sína róttæku skynsemishyggju. Eins og hann telja Píratar að þeirra eigið hyggjuvit sé stjórnmálastefna. Eða hvernig má túlka þennan kafla í ræðu Halldóru Mogensen öðruvísi?

„Flokkar til hægri og vinstri sem nálgast stjórnmál eins og trúarbrögð munu alltaf fórna góðum lausnum á altari takmarkandi hugmyndafræði sinnar. Framtíðin getur aldrei orðið á forsendum slíkra stjórnmála. Þess vegna höfum við Píratar frá fyrsta degi stundað öðruvísi stjórnmál. Við erum eini flokkurinn sem tekur ákvarðanir út frá gögnum og rökum, ekki takmarkandi hægri/vinstri hugmyndafræði. Við skiptum um skoðun þegar forsendurnar breytast í stað þess að sitja föst við okkar keip og við styðjum góðar hugmyndir – sama hvaðan þær koma. Því mætti segja að við nálgumst stjórnmál frekar eins og vísindi en trúarbrögð. Ég trúi því einlæglega að eina leiðin til þess að takast á við stærstu úrlausnarefni samtímans, hvort sem það eru loftslagsbreytingar, fjórða iðnbyltingin eða Covid-19, þá er það með þessari nálgun.“

Þetta er alveg í takt við róttæka skynsemishyggju Sigmundar, sem er bara það sem honum finnst þann daginn. Þetta mætti kalla upphafningu tækifærismennskunnar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: