Fréttir

Er Sigmundur Davíð lélegur verkstjóri?

By Miðjan

December 07, 2015

Alþingi Brynhildur Pétursdóttir, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, vakti athygli á hversu fá af boðuðum málum ríkisstjórnarinnar hafa skilað sér til þings og þeirrar meðferðar sem þarf að sinna þar.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði henni að hafa engar áhyggjur, meira sé um vert að skila inn góðum málum en mörgum.

Hann sagði að stjórnarandstaðan þurfi einungis eitt máll til að efna til málþóf. Hún hafi byrjað á málþófi strax á fyrsta máli haustþingsins.