Stjórnmál

Er Sigmundur Davíð heigull?

By Miðjan

March 10, 2021

„Ég er að hugsa um að gefa háttvirtum þingmanni færi á að gera það sem hann þykist vilja gera, að taka þátt í umræðunni, og ég ætla að biðja hann um að vera ekki sá heigull að skáskjóta sér undan spurningum mínum,“ sagði Kolbeinn Óttarsson Proppé um Sigmund Davíð Gunnlaugsson, sem svaraði:

„Hér mælti þingmaður sem fyrir fáeinum dögum sá ástæðu til að koma í ræðustól og heita sjálfum sér og þjóðinni því að hann ætlaði að tala af yfirvegun og siðsemi í garð annarra. Svo byrjar hann andsvar sitt á því að saka mig um heigulshátt fyrir fram, er heitt í hamsi og ryður út úr sér spurningum.“