- Advertisement -

Er ríkisstjórnin á vetur setjandi?

Könnun / Stjórnarflokkarnir fengu 52,8% atkvæða í síðustu kosningum en mælast nú með 41,1% fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lítið misst, 0,9 prósentustig, Framsókn misst 4,6 prósentustig og VG 6,2 prósentustig. Framsókn hefur misst 43% af fylginu en VG 37%, meira en þriðji hver kjósandi hefur snúið baki við þessum flokkum.

Við kórónafaraldurinn jókst stuðningur við ríkisstjórnina um 17,4 prósentustig. 9,4 prósentustig hafa gengið til baka, tæpur helmingur af uppsveiflunni situr enn eftir.

Fram undan er vaxandi kreppa og sýnilegri sársauki vegna hennar. Er ríkisstjórnin á vetur setjandi? Getur Framsókn eða VG mætt komandi erfiðleikum með Sjálfstæðisflokkinn nánast allsráðandi í ríkisstjórninni (hann sættir sig ekki við neitt minna) og fylgið fjarandi út? Hvert haldið þið að ástandið verði í haust?

-gse

Þú gætir haft áhuga á þessum
https://mmr.is/frettir/birtar-nieurstoeeur/826-kosningaaetlan-i-juni-2020?fbclid=IwAR0dGIXMidHnLikUIO_HfNbgY0sescFhBkq4Ta5KeG6MQA7LRHuY3anNpdg

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: