- Advertisement -

Er Reykjavík á leið í greiðsluþrot?

Fyr­ir­hugað útboð í mars var fellt niður vegna áhuga­leys­is fjár­festa sem hefði end­ur­spegl­ast í gríðarlega óhag­stæðum kjör­um ef af útboðinu hefði orðið.

„Reykja­vík­ur­borg áformaði í út­gáfu­áætlun skulda­bréfa sem kynnt var í árs­byrj­un að gefa út skulda­bréf fyr­ir 21 millj­arð króna á fyrri hluta árs­ins, en borg­in hef­ur verið í mik­illi fjárþörf vegna ört vax­andi skulda und­ir stjórn nú­ver­andi meiri­hluta á liðnum árum. Fyr­ir­hugað útboð í mars var fellt niður vegna áhuga­leys­is fjár­festa sem hefði end­ur­spegl­ast í gríðarlega óhag­stæðum kjör­um ef af útboðinu hefði orðið. Það sem af er ári hafa aðeins 3,5 millj­arðar af fyr­ir­huguðum 21 millj­arði skilað sér í fjár­hirsl­ur borg­ar­inn­ar og óvissa hef­ur ríkt um það sem út af stend­ur eða hvernig borg­in hef­ur fjár­magnað sig. Þetta er í meira lagi óheppi­legt, meðal ann­ars í ljósi þess að borg­in fékk ný­lega at­huga­semd frá eft­ir­lits­nefnd með fjár­mál­um sveit­ar­fé­laga fyr­ir að fara fram úr lág­marks­viðmiðum sem sett hafa verið,“ skrifar Davíð í leiðara Moggans í dag.

Staða borgarinnar er vissulega afar erfið.

„Menn geta svo sem kallað hlut­ina ýms­um nöfn­um en það breyt­ir ekki þeirri staðreynd að borg­in er orðin svo illa stödd fjár­hags­lega og framtíðaráformin eru svo vafa­söm, að þeir sem fjár­festa á skulda­bréfa­markaði treysta sér ekki til að lána borg­inni nema á svo háum vöxt­um að borg­ar­stjóri þorir ekki að sýna al­menn­ingi þá mynd af fjár­hagn­um. Og þó að borg­ar­stjóri skýri það með „óróa á mörkuðum“ þá dug­ar sú skýr­ing skammt. Reykja­vík­ur­borg ætti, ef rétt væri á fjár­mál­un­um haldið, að vera sá út­gef­andi á land­inu, næst á eft­ir rík­inu, sem gæti alltaf fjár­magnað sig á markaði á hag­stæðustu kjör­um. Fjár­fest­ar ættu að líta á skulda­bréf Reykja­vík­ur­borg­ar sem gull­tryggð, en svo er því miður ekki leng­ur eft­ir ára­langa óráðsíu vinstri­flokk­anna,“ segir í leiðara borgarstjórans fyrrverandi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Eng­um dylst að fjár­hag­ur borg­ar­inn­ar er kom­inn í al­ger­ar ógöng­ur og að inn­an skamms verður hann óviðráðan­leg­ur með hefðbundn­um ráðum nema tekið verði í taum­ana án taf­ar. Ekk­ert bend­ir til að stjórn­end­ur borg­ar­inn­ar hafi vilja eða burði til þess og þá hlýt­ur að vera komið að því að innviðaráðuneytið og eft­ir­lits­nefnd þess með fjár­mál­um sveit­ar­fé­laga grípi inn í með af­ger­andi hætti. Vegna þjóðhags­legr­ar þýðing­ar borg­ar­inn­ar er enn brýnna en í til­vik­um annarra sveit­ar­fé­laga að það verði ekki látið drag­ast.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: