- Advertisement -

Er ráðherrann enn tengdur SA?

- Lilja Rafney segir að lengra verði að ganga vegna keðjuábyrgðar. Spyr hvort verið sé að hlífa ákveðnum mönnum.

Lilja Rafney: „Það er mjög umhugsunarvert að ganga ekki alla leið þar sem þeir aðilar vinnumarkaðarins sem hafa verið að undirbúa þetta frumvarp vilja gera það.“

„Eina neikvæða umsögnin um mál okkar Vinstri grænna var frá Samtökum atvinnulífsins. Þau töldu ekki rétt að lögbinda þetta, það væri hægt að mæta því öðruvísi. Það vekur athygli að núverandi hæstvirtur félagsmálaráðherra var framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Ætli sé eitthvert frjálst flæði þar á milli? Ég bara spyr.“

Ekki um innlend fyrirtæki

Það var Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona VG, sem þannig talaði á Alþingi í gær. Hún var að tala um keðjuábyrgð og þá staðreynd að í Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra er eingöngu tekið á því að keðjuábyrgð nái til verklegra framkvæmda, erlendra undirverktaka og starfsmannaleiga. Það er ekki tekið á innlendum aðilum. „Út af hverju,“ spurði Lilja Rafney.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Verið að hlífa mönnum

„Það er mjög umhugsunarvert að ganga ekki alla leið þar sem þeir aðilar vinnumarkaðarins sem hafa verið að undirbúa þetta frumvarp vilja gera það. ASÍ gagnrýnir harðlega að ekki sé gengið lengra. Hvað er verið að hlífa mönnum? Þarna væri hægt að taka virkilega á þessu vandamáli í íslensku samfélagi og hagkerfi, ná inn tekjum fyrir ríkið og koma í veg fyrir félagsleg undirboð á vinnumarkaði sem eru óásættanleg.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: