- Advertisement -

Er óþolinmóður en treystir á Bjarna

Auðvitað er maður óþolinmóður.

„Ég þakka fyrir að þetta mál skuli nú fá þinglega meðferð í þriðju atrennu. Auðvitað er maður óþolinmóður gagnvart því að þetta mál fái hraða afgreiðslu en þar sem við Miðflokksfólkið aðhyllumst vönduð vinnubrögð föllumst við náttúrlega á það að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar enda er skýr áskilnaður um að hæstvirtur fjármála- og efnahagsráðherra flytji frumvarp byggt á þessu frumvarpi á næsta haustþingi. Ég trúi því og treysti að hæstvirtur ráðherra muni nota þann tíma sem honum og ráðuneyti hans gefst nú til þess í fyrsta lagi að eiga samráð á vormánuðum við þá sem að þessu máli koma, noti síðan sumarið til frumvarpsgerðar og komi hingað með frumvarp í byrjun næsta haustþings þannig að við getum samþykkt þetta mál til gæfu fyrir aldraða fyrir árslok árið 2020.“

Þannig talaði Þorsteinn Sæmundsson þegar Alþingi kaus að senda frumvarp hans um a hækka starfsaldur ríkisstarfsmanna úr 70 árum í 73 ár.

Í greinargerð með frumvarpinu, þar sem Þorsteinn er fyrsti flutningsmaður, segir:

Þú gætir haft áhuga á þessum
Ari Trausti Guðmmundsson er eini ábyrgðarmaður frumvarpsins sem ekki er í Miðflokknum.

„Alkunna er að mikill auður liggur í reynslu og þekkingu starfsmanna sem unnið hafa sem sérfræðingar og embættismenn um langa hríð. Það er því bæði þeim og ríkiskerfinu til hagsbóta að almennir starfsmenn og embættismenn eigi kost á því að starfa lengur en til 70 ára aldurs ef þeir kjósa. Dæmi eru um að embættismenn og aðrir ríkisstarfsmenn séu ráðnir sem verktakar eftir starfslok til að sinna störfum sem þeir sinntu áður. Það fyrirkomulag er snúið fyrir báða aðila og hvorugum til hagsbóta. Nú þegar aldraðir gera ríkari kröfur en áður um fulla þátttöku í þjóðfélaginu lengur fram eftir aldri er bæði rétt og skylt að gera þeim það kleift með því að hækka hámarksaldur þeirra sem vinna hjá ríkinu eins og gert er ráð fyrir í frumvarpinu.“

Auk alls þingflokks Miðflokksins kvittar  Ari Trausti Guðmundsson Vinstri grænum upp á frumvarpið.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: