Greinar

Er of snemmt að hlægja af Davíð?

By Miðjan

February 23, 2021

Gunnar Smári: Stundum rekst maður á spaugara velta fyrir sér hvenær það er of snemmt til að gera grín af eða hlægja af einhverju, hvenær við erum komin yfir sorgina, áfallið eða óttann til að geta hlegið. Ég hugsaði þetta meðan ég horfði á þessa seríu um Trump með öðru auganu. Stundum tókst mér að hlægja upphátt, oft inn í mér. Þessi saga af sjálfumglaða bjánanum sem varð forseti er náttúrlega öll einn gróteskur brandari. Og, já, samt veit ég að þetta er ekkert grín. En þetta er bara svo fyndið; persónurnar, uppákomurnar, þvælan.

En á meðan ég var að hlægja af Trump, vegna þess að þótt það sé skuggalega stutt síðan að þetta var ógnandi raunveruleiki þá gerðist þetta líka pínulítið í fjarlægri sveit; þá velti ég fyrir mér hvenær það væri tímabært fyrir Íslendinga að viðurkenna að saga Davíðs Oddssonar er kannski fyrst og fremst eitthvað til að hlægja af. Er það enn of snemmt?