- Advertisement -

Er myglan á Litla-Hrauni fyrirsláttur

Litla-Hraun var í upp­hafi vel byggt sem sjúkra­hús og mygla er fyr­ir­slátt­ur.

ritstjóri Moggans.

Samfélag Oft er skemmtiefni að lesa leiðara Moggans. Og hvað ratar þangað. Nú eru það skrif um fangelsið á Litla-Hrauni. Ritstjórinn tengir saman fangelsið og fjölgun útlendinga. Það er erfitt að umorða skrifin svo það er best að þau birtist eins og þau koma af skepnunni:

„Ýmsir hér hafa ekki viljað ræða upp­hátt það endem­is stjórn­leysi yf­ir­valda hér sem hef­ur komið Íslandi í hrein­ar ógöng­ur. Lengi vel var einnig bannað að ræða slíkt í Svíþjóð en landið sit­ur nú illa í súp­unni og stjórn­laus­ar glæpa­öld­ur herja á þjóðina. Ekki er leng­ur hægt að þvinga umræðuna þar í landi og sein­ustu frétt­ir frá Nor­egi bera með sér sí­vax­andi óþol lands­manna.

Stutt er síðan rætt op­in­ber­lega um að stækka þyrfti Litla-Hraun án taf­ar og virt­ist umræðan helst bera með sér að ástæðan væri mygla eða önn­ur vand­ræði ills frá­gangs ungra bygg­inga eins og al­gengt er. En Litla-Hraun var í upp­hafi vel byggt sem sjúkra­hús og mygla er fyr­ir­slátt­ur. Úr varð að byggja nýtt og betra fang­elsi, en af ein­hverj­um ástæðum minna um hið aug­ljósa talað, af hverju skyndi­lega var þörf á miklu fleiri fanga­klef­um.“

Þess ber að geta að elsta húsið í fangelsinu að Litla-Hrauni  er jafn gamalt Sjálfstæðisflokknum, frá árinu 1929. Þegar minnst er á myglu að Litla-Hrauni er engin ástæða til að efast um það.

Vel má vera að myglu gæti í Sjálfstæðisflokknum. Innmúraðir og innvígðir ættu kannski að kanna það. Er kannski mygla í Valhöll?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: