- Advertisement -

Er munur á hægri og vinstri pólitík? Vaxa peningar á trjánum?

Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar:

Hver er munurinn á hægri og vinstri pólitík? Vaxa peningar á trjánum?* Af hverju vilja stjórnvöld (sem að nafninu til eru undir forystu vinstri flokks) að tugþúsundir Íslendinga lifi á 243 þús. kr. á mánuði? Hvað eru mörg störf horfin á þessu ári?** Á ríkið að búa til störf?*** Þetta og margt fleira ræddi ég í viðtali við Bylgjuna í morgun sem ég vil hvetja áhugasama til hlusta á. Þarna hrek ég m.a. 19. aldar hugsun og Thatcher-sýn hægri manna um að fólk vilji vera á bótum í stað þess að vinna.

*Svar: Nei, en peninga er aflað með réttlátara skattkerfi (vissu þið að eina skattalækkun ríkisstjórnarinnar síðan Covid brast á, var lækkun skatts á „fyrirtækjum sem kaupa stór skip“?) og auknum arði af þjóðarauðlindum (vissu þið að veiðileyfagjöld hafa lækkað um helming síðan þessi ríkisstjórn tók við völdum?)

Þú gætir haft áhuga á þessum

**Svar: 20.000 störf hafa horfið á árinu (meira en öll störf á Akureyri, Austfjörðum og Vestfjörðum samanlagt)

***Svar: Já, auðvitað á ríkið að búa til störf í kreppu. Okkur vantar fleiri hjúkrunarfræðinga, listafólk, lögreglumenn, sálfræðinga, sjúkraliða, barnaverndarfólki, skólaliða, félagsráðgjafa, vísindafólk o.s.frv. Þá getur ríkið búið til störf í einkageiranum með stórauknum stuðningi við nýsköpun (t.d. grænmetisframleiðslu, stafrænar lausnir hönnun, lyfjaþróun, tölvuleikjaþróun og hvaðeina) og listir (kvikmyndagerð gæti verið okkar næsti Eyjafjallajökull).


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: