- Advertisement -

Er Miðflokkurinn flokkur framtíðarinnar?

Styrmir Gunnarsson.

Svo illa er Sjálfstæðisflokkurinn leikinn að sumir flokksmanna, sumir áhrifamiklir, leyna ekki hug sínum. Þeir góna upp til Miðflokksins. Þeim finnst sem með þeim flokki streymi nútíminn til þjóðarinnar.

Einn af ötulustu stjórnmálaskýrendum Sjálfstæðisflokksins er Styrmir Gunnarsson. Fyrrverandi ritstjóri málgagnsins.

Hann skrifar á síðu sína, styrmir.is: !Áratugum saman hafa málefni á dagskrá stjórnmálanna snúizt um efnahagsmál og atvinnulíf og gera enn. Getur verið að sú óáran, sem einkennir stjórnmálin byggist á því að önnur mál séu komin ofar á dagskrá í huga almennra borgara og þar sé að finna skýringu á „gjánni“ á milli stjórnmálanna og almennings?“

Styrmir, sem á mörg skoðanasystkin, heldur áfram á sömu nótum: „Að við séum bundin umræðuefnum liðins tíma í stað þess að ræða það sem efst er í huga fólks, sem um leið eru dýpri tilfinningamál, sem snerta almenna borgara meira en endalausar tölur um kaupmátt og fleira? Það er ekki fráleitt að ætla að þarna sé vandi stjórnmálanna fólginn.“

Styrmir sér ekki aðra lausn við eigin áhyggjum en Miðflokkinn: „Kannski er Miðflokkurinn að átta sig á þessu með því að setja opinbera stjórnkerfið á dagskrá. Og kannski ættu aðrir flokkar að breyta um umræðuefni og sjá hverju það skilar.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: