Gunnar Smári skrifar:
Og þar voru þau sem tilheyrðu Miðflokknum undir 5% þröskuldinum. Og reyndar líka þau sem voru merkt Flokki fólksins, sá hópur var aðeins rúmlega 3%.
Í frétt Vísis í gær af könnun Maskínu um opnun vínveitingastaða má sjá inn í könnun fyrirtækisins um afstöðu fólks til stjórnmálaflokka. Í grafinu kom fram hversu margir þátttakendur í könnunni sögðust styðja flokkana, af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar um opnunartímann. Og þar voru þau sem tilheyrðu Miðflokknum undir 5% þröskuldinum. Og reyndar líka þau sem voru merkt Flokki fólksins, sá hópur var aðeins rúmlega 3%.
Þótt það eigi eftir að vigta þessi svör eftir kúnstarinnar reglum og vissulega sé mögulegt að þau sem tóku afstöðu til flokka en ekki þessarar spurningar sé ójafnt; þá er samt líklegt að á bak við þessa frétt af könnun Maskínu um opnunartíma veitingastaða séu æði slæm tíðindi fyrir Miðflokkinn og Flokk fólksins.