- Advertisement -

Er með kerru og fær því ekki legubekk

- sönn hryllingssaga úr íslensku velferðarkerfi, eða óvelferðarkerfi.

Hrollvekja dagsins er í Mogganum í dag. Þar er langt og fínt viðtal við Ing­veld­i Ægis­dóttur og Krist­inn Aðal­steinn Eyj­ólfs­son. Þau hafa um ára­bil staðið í ströngu við heil­brigðis- og al­manna­trygg­inga­kerfið fyr­ir hönd lang­veikr­ar dótt­ur sinn­ar, Lovísu Lind­ar.

„Kostnaður­inn sem fylg­ir því að eiga lang­veikt barn get­ur verið mik­ill. Fjöl­skyld­an hef­ur bar­ist fyr­ir því að fá hjálp­ar­tæk­in úr trygg­ing­um en hluti af lyfja­kostnaðinum fell­ur utan greiðsluþátt­töku. Ing­veld­ur seg­ir hann nema hundruðum þúsunda á ári. „Við vor­um t.d. að kaupa plástra til að setja bak við eyrað á henni því hún slef­ar svo mikið og þeir hjálpa við það. Fjór­ir svo­leiðis plástr­ar voru á 5.500 kr.“

Er meðal þess sem þau segja. Í viðtalinu segir:

„Að fá hjálp­ar­tæki fyr­ir Lovísu hef­ur reynst þraut­in þyngri. Fjöl­skyld­an sótti um legu­bekk frá Sjúkra­trygg­ing­um en fékk höfn­un þar sem þau voru þegar með barna­kerru.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ef hún er með kerru þá má hún ekki fá legu­bekk því það telst vera í sama flokki. Það þurfti að senda inn svaka grein­ar­gerð og taka fram að ég væri slæm í baki og með brjósk­los. Því þetta er bekk­ur sem hægt að hækka og lækka. Sjúkraþjálf­ar­inn hjálpaði okk­ur með grein­ar­gerðina og við kærðum niður­stöðuna og þá var það samþykkt,“ seg­ir Ing­veld­ur í viðtalinu.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: