- Advertisement -

Er lítið gagn í vítamínum og heilsudrykkjum?

…að ávallt væri hollast að borða þann mat, sem við höfum vanist frá æsku.

Árni Gunnarsson skrifar:

Í dag sá ég fræðslumynd frá BBC þar sem fjallað var um ýmsar staðhæfingar markaðsmanna um gagnsemi af svaladrykkjum, vítamínum í töflum, „bústi“ og svokölluðu detox.

Vísindamenn við háskóla í Bretlandi önnuðust viðamiklar rannsóknir á þessum þáttum auglýstrar heilsueflingar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það merkilega kom í ljós með svaladrykkina, að mjólk reyndist best í samanburði við vatn, ávaxtasafa og kaffi. Sáralítið gagn virtist vera í vítamínpillum og innri líkamshreinsun, detox, hafði sáralítil áhrif til góðs.

Niðurstaða vísindamannanna var sú, að ávallt væri hollast að borða þann mat, sem við höfum vanist frá æsku.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: