Ritstjórinn í Hádegismóum varar við að vísbendingarnar segi að vissara sé að búa sig undir að núverandi ástand kunni að vara í marga mánuði eða lengur, fremur en nokkrar vikur.
„Allir verða að taka mið af þessu, ekki aðeins ríkisstjórnin í aðgerðum sínum eða fyrirtækin og heimilin, heldur einnig verkalýðshreyfingin, sem fram til þessa hefur í meginatriðum haldið uppi sama málflutningi og fyrir kórónuveirufaraldurinn. Það er með stærri og skaðlegri tímaskekkjum sem sögur fara af, en eins og olíuverðið sýnir er ástandið um þessar mundir vel til þess fallið að fella gömul heimsmet. Það verður þó seint talið til álitsauka þeim sem um ræðir ef skortur á veruleikatengingu verður eitt þeirra.“