- Advertisement -

ER KLAUSTURMÁLIÐ ORÐIÐ SMJÖRKLÍPA?

Honum lá svo að lumbra á Bergþóri, að hann leyfði honum aldrei að svara spurningunum sem hann lagði fyrir Bergþór.

Björgvin Guðmundsson skrifar:

Mér er það ljóst, að það getur verið varasamt að ræða Klausturmálið á öðrum nótum en þeim að fylgja straumnum! En ég ætla samt að nefna nokkur atriði, sem komu upp í hugann í gær við að horfa á Kastljós og fylgjast með Klausturmálinu á alþingi í gær.


Berþór Ólason Miðflokki var prúður og rökfastur í þættinum. Stjórnandanum var mikið niðri fyrir og ætlaði sér greinilega að lumbra rækilega á Bergþóri, taldi hann liggja vel við höggi. Þessi fréttamaður er yfirleitt góður stjórnandi þó hann eigi oft erfitt með að leyna sínum stjórnmálaskoðunum. En í gærkveldi varð honum illilega á í messunni. Honum lá svo að lumbra á Bergþóri, að hann leyfði honum aldrei að svara spurningunum sem hann lagði fyrir Bergþór. Hann var alltaf kominn með nýja spurningu áður en Bergþór fékk almennilega að svara.

Þú gætir haft áhuga á þessum


Slík stjórnun í Kastljósi er ekki ásættanleg. Ég vil taka það skýrt fram, að mér þóttu ummæli Bergþórs og annarra þingmanna á Klausturbar óásættanleg. Þeir eiga engar málsbætur í því efni. Spurningin er þessi: Breytir það málinu að ummælin áttu ekki að fara út fyrirKlausturbar. Vissulega er það rétt, að ummælin meiða ekki viðkomandi einstakling á meðan hann heyrir ekki ummælin og veit ekki af þeim. Hver og einn getur hugsað málið. Flestir hafa ef til vill talað illa um einhvern í heimahúsi, í gríni og í alvöru, í hálfkæringi. En ætli viðkomandi, sem lét slík ummæli falla mundi ekki hrökkva við og bregða í brún, ef hann kæmist að því að ummælin hefðu verið tekin upp (hljóðrituð) og birt opinberlega. Ég býst við því. 
Ég tók eftir því, að Jóhanna Vigdís, sem segir fréttir frá alþingi sagði þá frétt eina frá alþingi í gær, að Bergþór Ólason og Gunnar Bragi hefðu snúið aftur til alþingis í gær. Hún sagði greinilega frá því að Lilja Alfreðsdóttir hefði gengið tvisvar að Gunnari Braga og hvíslað í eyra hans. Hún sagði ekkert frá málefnum á alþingi. Klausturmálið er því greinilega orðið smjörklípa, sem dregur athygli frá öðrum málum. Ef til vill gott fyrir ríkisstjórnina?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: