Hversu mikil afskipti er eðlilegt að ráðherrar hafi yfir þeim stofnunum sem undir ráðuneyti þeirra eru? Er eðlilegt að menntamálaráðherra skipti sér af daglegum rekstri og dagskrá Ríkisútvarpsins?
Er eðlilegt að samgönguráðherra skipti sér af ákvörðunum Vegagerðarinnar og svo framvegis?
Nei, það er ekki eðlilegt.
Hvað þá með Samkeppniseftirlitið, Matvælastofnun, dómstólana, lögregluna og svo framvegis?
Auðvitað eiga ráðherrar ekki að vera með puttana í starfi stofnanna. Það væri fullkomið ráðherraræði. Katrín Jakobsdóttir er annarrar skoðunar. Hún er ráðherra Seðlabankans og hlutast til um starf bankans. Hið minnsta þegar Samherji óskar þess, eða krefst. Þá gerist Katrín yfirbankastjóri Seðlabankans, skipar honum til verka.
Framganga Katrínar hlýtur að teljast varasöm, hið minnsta. Jafnvel glæfraleg.