- Advertisement -

Er Jón Gunnarsson björgunarbátur?

Sama svarið er við öllum þessum spurningum. Svarið er nei.

Sigurjón Magnús skrifar:

Sjálfstæðismenn munstruðu Jón Gunnarsson sem ritara flokksins. Jón mun hafa sagt að endurheimta þurfi tapað fylgi. Þá er spurt; er Jón Gunnarsson björgunarbátur?

Fylgi Sjálfstæðisflokksins meðal yngstu kjósenda er rétt um sjö prósent. Er Jón rétti maðurinn til laga þá stöðu? Mun Jón hrífa unga fólkið og fá það til að styðja Sjálfstæðisflokkinn?

Umhverfismál verða æ  þýðingarmeiri. Fleira og fleira fólk stekkur á þann vagn. Trúlegast er að Sjálfstæðisflokkurinn skori ekki hátt í þeim hópi. Er Jón Gunnarsson manna líklegastur til að rétta hlut flokksins síns þar?

Sjálfstæðisflokkurinn fer fremstur flokka við að planta sínu fólki hér og þar í kerfinu. Oftast með illri niðurstöðu. Nýjasta dæmið er ríkislögreglustjórinn. Mun Jón Gunnarsson breyta þeirri vondu mynd af flokknum?

Sama svarið er við öllum þessum spurningum. Svarið er nei.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: