- Advertisement -

Er Jón að berjast fyrir ónýtu frumvarpi?

Nú hafa Vinstri græn ákveðið að leggjast flöt og samþykkja málið án fyrirvara.

Logi Einarsson.

Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar skrifar grein i Fréttablaðið í dag. Í lok greinarinnar er þessi kafli:

Fyrsta málið á dagskrá Alþingis í gær var ónýtt og ómannúðlegt útlendingafrumvarp sem ríkisstjórnin reynir að ná í gegnum Alþingi eftir fjórar árangurslausar tilraunir. Nú hafa Vinstri græn ákveðið að leggjast flöt og samþykkja málið án fyrirvara. Það er dapurlegt að ríkisstjórnin sjái ekki þau tækifæri sem felast í því að hefja þverpólitíska og þverfaglega vinnu við endurskoðun útlendingalaga og stefnumótun í málefnum útlendinga. Frumvarpið leysir engan vanda við mótttöku flóttafólks, eykur heldur á vandann með tillögum sem m.a. fela í sér aukið heimilisleysi, örbirgð og synjun á lífsnauðsynlegri heilbrigðisþjónustu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: