- Advertisement -

„Er íslenzkum jafnaðarmönnum enn skemmt!?“

„Í rauninni er formaðurinn, sem flokksmenn kusu yfir sig, eins og í blindni eða leiðslu, að ganga þvert á helztu samþykktir og stefnumál Samfylkingarinnar.“

Ole Anton Bieltvedt samfélagsrýni skrifar í Fréttablaðið í dag. Þar má finna þetta:

„Landsfundur Samfylkingar er afstaðinn. Flest virðist þar gott, nema eitt; nýr formaður. Hún er eflaust velviljuð og væn, en fyrir mér einkennist framganga hennar og málflutningur af kokhreysti og þekkingarleysi.

Nýr formaður talar mikið um velferðarkerfið, „endurreisn þess“. Það vill svo til, að allir flokkar landsins vilja styrkja og bæta velferðarkerfið. Er þarna ekkert nýtt hjá formanni.

Helga Vala Helgadóttir er einn bezti fulltrúi evrópskrar jafnaðarmannastefnu hér.

Sósíalistar, Flokkur fólksins, Vinstri grænir, jafnvel Píratar, Viðreisn og Framsókn eru með svipaðar áherzlur í heilbrigðismálum, húsnæðismálum og samgöngumálum, en þetta eru þeir þrír málaflokkar, sem formaðurinn segist hafa í forgangi.“

Ole Anton sendir Kristrúnu einnig pillu hvað varðar Evrópusambandið:

„Ekki áttar formaðurinn sig heldur á því, að sameinuð, samstillt og sterk Evrópa, öflugt ESB, er helzta stefnumál allra jafnaðarmannaflokka í Evrópu, sem hún fullyrðir þó, að eigi að vera fyrirmynd Samfylkingar.“

Og svo: „Í rauninni er formaðurinn, sem flokksmenn kusu yfir sig, eins og í blindni eða leiðslu, að ganga þvert á helztu samþykktir og stefnumál Samfylkingarinnar.“

Endum á þessu: „Hjá evrópskum jafnaðarmannaflokkum, eru græn mál, ásamt með Evrópumálum, líka efst á blaði.

Helga Vala Helgadóttir er einn bezti fulltrúi evrópskrar jafnaðarmannastefnu hér. Nýr formaður hefur greinilega aðra skoðun á því.

Er íslenzkum jafnaðarmönnum enn skemmt!?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: