- Advertisement -

Er Ísland útkjálki Noregs?

„Nú þegar Liechten­stein og Nor­eg­ur hafa aflétt stjórn­skipu­leg­um fyr­ir­vör­um ætl­ast rík­in til þess að Ísland geri slíkt hið sama.“

Carl Bau­den­bacher, fyrr­ver­andi for­seti EFTA-dóm­stóls­ins, var hér á landi sem sérstakur gestur utanríkisráðherra eða utanríkisnefndar þingsins. Það sem hann sagði meiddi marga. Davíð Oddsson er í þeim hópi.

Í leiðara Moggans segir meðal annars: „Póli­tískt mat Bau­den­bachers er þó ekki síður mik­il­vægt því að hann seg­ir í raun að Norðmenn líti á Ísland sem hreint auka­atriði í EES-samn­ingn­um og ekk­ert annað en út­kjálka frá Nor­egi. Og ef marka má orð Bau­den­bachers er Íslandi í raun póli­tískt skylt að samþykkja allt það sem Norðmönn­um og ESB dett­ur í hug að bera á borð, hvað sem EES-samn­ing­ur­inn sjálf­ur seg­ir. Lög­in skipta þá engu.“

Að þessu sögðu snýr Davíð sér að þingflokki Sjálfstæðisflokksins:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ætla þing­menn að láta þvinga sig til samþykk­is við þriðja orkupakk­ann á þess­um for­send­um? Gefa þeir ekk­ert fyr­ir sjálf­stæði Íslands og full­veldi? Þá hljóta marg­ir að spyrja til hvers hafi verið bar­ist.“

Davíð skrifar: „Þetta er ekki laga­legt álit held­ur fyrst og fremst póli­tískt mat og bygg­ist á því að hann seg­ir að „sú skoðun hafi alltaf verið til staðar í Nor­egi að túlka ætti EES-samn­ing­inn á þann veg að um tví­hliða samn­ing væri að ræða á milli Norðmanna og Evr­ópu­sam­bands­ins þar sem Íslend­ing­ar og Liechten­stein­ar væru í eins kon­ar auka­hlut­verki“, eins og sagði í frétt á mbl.is í gær.“

Carl Bau­den­bacher skóf ekkert utan af hlutunum: „Nú þegar Liechten­stein og Nor­eg­ur hafa aflétt stjórn­skipu­leg­um fyr­ir­vör­um ætl­ast rík­in til þess að Ísland geri slíkt hið sama.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: