Er ISAVIA fjármálafyrirtæki?
Stundar ISAVIA lánastarfsemi? Á hvaða lagagrunni starfar þetta fjármálafyrirtæki?
Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og umsækjandi um embætti Seðlabankastjóra, skrifar langa grein í Moggann í dag. Þar á meðal um Isavia.
„Er ISAVIA fjármálafyrirtæki? Stundar ISAVIA lánastarfsemi? Á hvaða lagagrunni starfar þetta fjármálafyrirtæki? Er fyrirtækið eftirlitsskylt hjá Fjármálaeftirliti? Á að vista alla starfsemi ISAVIA undir Bankasýslu ríkisins vegna þess að fyrirtækið hegðar sér eins og fjárfestingarbanki? Meðal annars með ímynduðum haldsrétti á eignum þriðja aðila fyrir skuldum WOW Air.
Ef allt fer á versta veg tapast útlán ISAVIA. Í aðalfundarræðu sinni hótaði forstjóri fyrirtækisins því að skilvísir viðskiptavinur skyldu greiða fyrir vanskilamenn. Heiðvirðir viðskiptavinir greiða ekki fyrir óreiðumenn.
Ó hvað veraldarvirðing er völt og svipul að reyna.
ISAVIA veitir þjónustu í flugleiðsögu, rekstri flugvalla og aðstöðu í flugstöð. Ætla má að ISAVA skuli gæta jafnræðis milli kaupenda þjónustu. Það er hlutverk fjármálafyrirtækja að lána. Nema bankar taki að sér flugleiðsögu.
Hvenær ætla Samgöngustofa og ISAVIA að hætta að misbjóða heilbrigðri skynsemi landsbúans? Það skapar fátækt að halda svona rugli áfram. Maðkflugan er kanarífugl öreigans. Ef til vill eignast þjóðin aðeins maðkflugur en engar flugvélar!“