Stjórnmál

Er hafragrautur eða er skítur í matinn?

By Miðjan

April 16, 2021

Samsett mynd. Skjáskot: Kryddsíld

Við upphaf ríkisstjórnarinnar sagði Drífa Snædal að ætla í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki væri eins og ætla sér að éta skít í fjögur ár. Víst er að Vg hefur þurft að kyngja mörgu. Óvenju miklu var troðið í kok þeirra í gær. Eitt var hugur Bjarna Benediktssonar til fátækasta fólksins. Hafragrauturinn sá. Hitt var slátrun Nýsköpunarmiðstöðvar og embættis skattrannsóknarstjóra.

Úlfar Hauksson stjórnmálafræðingur: „Nú hafa þingmenn VG lagst enn og aftur undir íhaldið. En ætli þeir trúi því virkilega að með því að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð sé verið að efla nýsköpun og með því að leggja niður embætti skattrannsóknarstjóra sé verið að efla baráttu gegn skattsvikum? Og mitt í þessum gjörningi býður fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins alþýðu landsins upp á meiri hafragraut!“